Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að aðild hafnað - 268 svör fundust
Niðurstöður

Um hvað snýst endurskoðunin á sjávarútvegsstefnu ESB sem nú stendur yfir?

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur nýlega sett fram tillögur um endurskoðun á sjávarútvegsstefnu sambandsins. Í stuttu máli snúast þessar umbótahugmyndir um vistkerfishugsun, sjálfbærni, bann við brottkasti, kvótakerfi sem miðist við veiddan fisk en ekki landaðan eins og nú er, framseljanlegan kvóta innan að...

Hver verður framtíð ESB? [Umræðusvar A]

Í ágúst 2011 eru blikur á lofti varðandi framtíð Evrópusambandsins. Undanfarnir mánuðir hafa verið sambandinu mjög erfiðir. Tveir samstarfsþættir sem vega þungt við mat á framtíðinni eru í uppnámi: myntsamstarfið um evruna annars vegar og frjáls för um Evrópu og þá einkum Schengensamstarfið hins vegar. Sé tekið...

Hvernig mun verð á nýjum bílum breytast ef Ísland verður hluti af Evrópusambandinu?

Ef Ísland gerist aðili að Evrópusambandinu mun verð á bílum líklega hækka um nálægt 5% að meðaltali. Stórir bílar, jeppar og pallbílar, sem notið hafa vinsælda á Íslandi, eru einkum fluttir inn frá Asíu og Bandaríkjunum og mundu því bera 10% toll eftir aðild. Flestir litlir bílar eru hins vegar fluttir inn frá aði...

Er ekki sjálfsagt að auka gegnsæi og hugsanlega traust með því að starfsmenn Evrópuvefsins gefi upp afstöðu sína til aðildar að ESB?

Þetta kann vissulega að virðast eðlileg spurning nú á dögum en ekki er allt sem sýnist. Starfsmenn Evrópuvefsins (EV) hafa ekki frekar en flestir aðrir skýra eða mótaða „afstöðu“ til stórmála eins og aðildar að ESB. Margir eru leitandi í viðhorfum til þess konar mála og forðast ótímabæra afstöðu, til dæmis áður...

Hver er staða Íslands ef við hættum viðræðum við ESB?

Ef íslensk stjórnvöld ákveða að draga aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka, eða gera ótímabundið hlé á viðræðunum, mun staða Íslands vera óbreytt frá því sem nú er. EES-samningurinn héldi gildi sínu og yrði áfram helsta stoðin í samskiptum Íslands við Evrópusambandið en með honum hefur Ísland aðgang ...

Er einhverjum fulltrúa í samninganefnd Íslands gert að huga sérstaklega að réttindum minnihlutahópa?

Nei, engum fulltrúa í samninganefnd Íslands er gert að huga sérstaklega að réttindum minnihlutahópa. Samkvæmt erindisbréfi eiga þeir hins vegar að "gæta að hagsmunum þjóðarinnar í hvívetna". Í samninganefndinni eiga sæti formenn allra samningahópanna tíu ásamt aðalsamningamanni og sjö nefndarmönnum til viðbótar. R...

Njóta Færeyjar einhverra tengsla við ESB gegnum samband sitt við Danmörku?

Færeyjar eru eitt þriggja sjálfstjórnarsvæða á Norðurlöndunum en eyjarnar tilheyra formlega Danmörku. Færeyjar eiga ekki aðild að Evrópusambandinu þar sem Landsþing Færeyja, æðsta stjórnvald landsins, ákvað að standa fyrir utan sambandið þegar Danmörk gekk í það árið 1973. Það voru einkum tveir þættir sem réðu...

Dómstóll Evrópusambandsins

Dómstóll Evrópusambandsins (e. Court of Justice of the European Union, CJEU), áður kallaður Evrópudómstóllinn (e. European Court of Justice, ECJ), er æðsta dómsvald ESB og hefur aðsetur í Lúxemborg. Dómstólnum var komið á fót árið 1952 með Parísar-sáttmálanum sem hluti af Kola- og stálbandalagi Evrópu. Tuttugu...

Snúast fríverslunarsamningar um algjörlega frjáls viðskipti án tolla og hafta? Er EES-samningurinn fríverslunarsamningur?

Fríverslunarsamningar snúast fyrst og fremst um niðurfellingu tolla. Tollar eru hins vegar langt í frá einu hindranirnar í viðskiptum milli ríkja. EES-samningurinn er fríverslunarsamningur milli EFTA/EES-ríkjanna, Íslands, Noregs og Liechtenstein, og Evrópusambandsins. *** Oft er talað um fríverslunarsvæði (...

Er samræmd stefna í skattamálum innan ESB?

Skattamál eru almennt ekki á könnu ESB heldur stjórnvalda hvers aðildarríkis fyrir sig. Viss skref hafa þó verið stigin í átt að samræmingu skatta með það fyrir augum að hamla ekki virkni innri markaðarins einkum á vettvangi óbeinna skatta svo sem virðisaukaskatts og vörugjalda. Þá hafa aðildarríkin einnig aukið u...

Um hvað er samið í aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið?

Svarið við því um hvað er samið í aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið er að finna í opinberum samningsafstöðum aðalsamninganefndar í samningsköflunum 33. Til grundvallar viðræðunum liggja réttarreglur Evrópusambandsins og að meginreglu þarf sérhvert umsóknarríki að innleiða þær í heild sinni. Það sem þarf ...

Er ekki sanngjarnt að helmingur styrks frá ESB til að kynna sig á Íslandi renni til andstæðinga ESB-aðildar, eða að íslenska ríkið veiti þeim jafnháa fjárhæð, 5,0 milljarða króna á ári?

Evrópusambandið áætlar að verja 1,4 milljónum evra í kynningarmál hér á landi yfir tveggja ára tímabil, eða rúmum 230 milljónum íslenskra króna á genginu í ágúst 2011. Umsjón verkefnisins var boðin út haustið 2010 og þann 11. ágúst 2011 var tilkynnt að samið hefði verið um verkið við fyrirtækin Media Consulta Inte...

Hverjar yrðu helstu breytingar fyrir Íslendinga, ef landið segði sig úr Schengen-samstarfinu?

Ef Ísland segði sig úr Schengen-samstarfinu þyrfti meðal annars að auka landamæraeftirlit til muna og aðgengi að evrópskri lögreglusamvinnu mundi skerðast verulega. Árlegur kostnaður við samstarfið mundi falla niður, en á móti kæmi annar kostnaður svo sem viðamiklar breytingar á innviðum Keflavíkurflugstöðvarinnar...

Breytast reglur um vaxtabætur og barnabætur ef við göngum í ESB?

Nei, aðild að Evrópusambandinu hefur engin áhrif á íslenskar reglur um vaxta- og barnabætur. Breytingar á reglum um vaxtabætur og barnabætur yrðu eftir sem áður í höndum stjórnvalda á Íslandi. *** Vaxtabætur og barnabætur eru bætur greiddar af ríkinu til einstaklinga, sem eru skattskyldir á Íslandi, á grundv...

Getur almenningur einhvers staðar fylgst með samningaferlinu við Evrópusambandið?

Á heimasíðu utanríkisráðuneytisins um aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið, viðræður.is, er að finna margvíslegan fróðleik tengdan samningaferlinu. Á meðal þess efnis sem þar ber hæst eru: Formleg gögn eins og umsókn Íslands og álit meiri hluta utanríkismálanefndar Alþingis á umsókninni. Ýmis gögn Evrópusamban...

Leita aftur: